Lífið

Um­deildur mennta­skóla­þáttur slær í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Helgason fer á kostum í þættinum.
Gunnar Helgason fer á kostum í þættinum.

Rjóminn er grínþáttur sem gefinn er út af sérstakri nefnd í Verslunarskóla Íslands en þátturinn nýtur gríðarlega vinsælda meðal ungs fólks á Íslandi.

Nýjasti þátturinn var gefinn út á YouTube á laugardaginn og vakti hann strax mikla athygli.

Nefndin sem stendur að gerð þáttarins er skipuð ungum og efnilegum leikurum en í henni er: Berglind Alda Ástþórsdóttir, Jón Friðrik Guðjónsson, Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Óli Gunnar Gunnarsson, Teitur Snær Tryggvason, Tómas Arnar Þorláksson, Tómas Kristinn Laufdal Ingólfsson, Vésteinn Örn Pétursson og Vilberg Andri Pálsson.

Rjóminn hefur nýlega slegið í gegn með grínlaginu Dimmalimm sem er komið upp í 233.000 áhorf og er þar með vinsælasta rjómalag sögunnar.

Í nýjasta þættinum slær leikstjórinn og leikarinn Gunnar Helgason  rækilega í gegn. Lagið Dimmalimm er eitt það vinsælasta á landinu í dag en borið hefur á því á samfélagsmiðlum að foreldrar ungra krakka hafa áhyggjur af orðbragðinu í þáttunum. Hér að neðan má sjá nýjasta þáttinn og einnig lagið Dimmalimm.

Með 233.000 áhorf

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira