Viðskipti erlent

Forstjóri Uber stígur til hliðar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu.
Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu.

Jeff Jones, forstjóri Uber, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu eftir að hafa einungis starfað þar í sex mánuði. BBC greinir frá því að uppsögn hans hafi komið á óvart en talið er að hún sé tilkomin þar sem ráða átti nýjan framkvæmdastjóra og kom hann ekki til greina fyrir þá stöðu.

Samkvæmt tæknifréttasíðunni Recode hætti Jones hins vegar vegna vandræða Uber er snéru að kynferðislegu áreitni og kynjamisrétti.

Í tilkynningu þökkuðu forsvarsmenn Uber honum fyrir störf sín síðustu sex mánuði og óskuðu honum góðs gengis. Samkvæmt heimildum BBC lætur Jones strax af störfum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira