Erlent

Franskir forsetaframbjóðendur mætast í sjónvarpskappræðum í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise.
Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP

Efnahags, félags og alþjóðamál verða í brennidepli þegar þeir frönsku forsetaframbjóðendur sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum mætast í kappræðum í frönsku sjónvarpi í kvöld.

Kosningabaráttan hefur hingað til einkennst af hneykslismálum, en búist er við að kappræðurnar muni standa í um tvo og hálfan tíma.

Þeir frambjóðendur sem munu taka þátt eru Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise.

Sex frambjóðendum, sem einnig verða í kjöri í fyrri umferð kosninganna, er ekki boðið til kappræðnanna í kvöld en munu taka þátt í öðrum kappræðum þegar nær dregur kosningum.

Fyrri umferð kosninganna fer fram þann 23. apríl og verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni í þeirri síðari þann 7. maí.

Í frétt Guardian kemur fram að í skoðanakönnunum mælist Le Pen með 26,5 prósent fylgi, Macron 26 prósent, Fillon 18 prósent, Hamon 13,5 prósent og Mélenchon með 10,5 prósent.


Tengdar fréttir

Hefja formlega rannsókn á Fillon vegna gruns um spillingu

Franski forsetaframbjóðandinn Francois Fillon sætir nú formlegri rannsókn af hálfu franskra yfirvalda vegna gruns um spillingu en hann er sakaður um að hafa borgað meðlimum úr fjölskyldu sinni þúsundir evra fyrir störf sem þeir inntu aldrei af hendi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira