Innlent

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi slyssins um korter yfir tólf í dag.
Frá vettvangi slyssins um korter yfir tólf í dag. Vísir/Jóhann K.

Harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni nærri Kaplakrika í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan tólf í dag.

Tveir bílar, sem ekið var í gagnstæða átt, skullu saman eftir að annar bíllinn ók yfir á hinn vegahelminginn. Afleiðingarnar urðu þær að annar bíllinn hafnaði utan vegar. Er hann afar illa farinn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunni í Hafnarfirði voru tveir fluttir á sjúkrahús, annar slasaður á fæti en hinn minna slasaður.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:55.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira