Innlent

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi slyssins um korter yfir tólf í dag.
Frá vettvangi slyssins um korter yfir tólf í dag. Vísir/Jóhann K.

Harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni nærri Kaplakrika í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan tólf í dag.

Tveir bílar, sem ekið var í gagnstæða átt, skullu saman eftir að annar bíllinn ók yfir á hinn vegahelminginn. Afleiðingarnar urðu þær að annar bíllinn hafnaði utan vegar. Er hann afar illa farinn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunni í Hafnarfirði voru tveir fluttir á sjúkrahús, annar slasaður á fæti en hinn minna slasaður.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:55.
Fleiri fréttir

Sjá meira