Viðskipti innlent

Hlutabréf í Sjóvá taka dýfu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í Sjóvá hafa lækkað um 6,99 prósent það sem af er degi í 125 milljóna viðskiptum.
Gengi hlutabréfa í Sjóvá hafa lækkað um 6,99 prósent það sem af er degi í 125 milljóna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa í Sjóvá hafa lækkað um 6,99 prósent það sem af er degi í 125 milljóna viðskiptum. Ársfundur félagsins fór fram síðastliðinn föstudag. Ákveðið var á fundinum að það verði arður greiddur út sem nemur 1,75 krónu á hlut. Að öðru óbreyttu hefði félagið átt að lækka sem nemur 1,75 krónu en lækkar þess í stað um 1,35. Þeir sem kaupa í félaginu í dag eiga ekki rétt á arðgreiðslunni en í dag er svokallaður arðleysisdagur.

Almennt hafa hlutabréf hækkað í dag. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,45 prósent. Mest hafa bréf í Nýherja hækkað, eða um 3,79 prósent í 26 milljón króna viðskiptum.
Fleiri fréttir

Sjá meira