Körfubolti

"Væri mikið nær fyrir Borche að grjóthalda kjafti“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var harðorður í garð dómarana eftir tapið fyrir Stjörnunni á laugardaginn.

Borche talaði sérstaklega um að Hlynur Bæringsson fengi of fáar villur dæmdar á sig en landsliðsfyrirliðinn hefur fengið samtals fjórar villur í fyrstu tveimur leikjum einvígisins.

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gáfu lítið fyrir þessi ummæli Borche.

„Hann er frábær varnarmaður. Á að dæma villur út af því að hann er berjast undir körfunni allan leikinn? Hann þarf að brjóta af sér til að það séu dæmdar villur á hann. Þetta er snargalið. Hann er frábær varnarmaður, það er ekki hægt að refsa honum fyrir það,“ sagði Kristinn Friðriksson.

Jón Halldór Eðvaldsson tók í sama streng og Kristinn.

„Ég ætla rétt að vona að þetta sé bara einhver sálfræðitaktík til að reyna að fá dómarana með sér í lið. Þetta er bara gjörsamlega galið. Að vera nýbúinn að drulla á bitann, án þess ég taki of stórt upp í mig, og ætlar hann að kenna dómurunum um það?“ sagði Jón Halldór og bætti við:

„Ég held að það hafi verið mikið nær fyrir Borche að halda grjóthalda kjafti og lesa þessum ágætu drengjum sínum pistilinn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×