Viðskipti innlent

Þau vilja taka við af Svanhildi sem sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs

Atli Ísleifsson skrifar
Birna Hafstein, Arna Schram og Guðbrandur Benediktsson eru í hópi umsækjenda.
Birna Hafstein, Arna Schram og Guðbrandur Benediktsson eru í hópi umsækjenda.

Alls sóttu 25 manns um að taka við starfi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Svanhildur Konráðsdóttir hefur gegnt stöðunni á síðustu árum en var nýverið ráðin forstjóri Hörpu.

Umsóknarfrestur rann út þann 13. mars síðastliðinn, en sex umsækjendur drógu umsókn tilbaka.

Í frétt á vef borgarinnar kemur fram að sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hafi yfirumsjón með stjórnun og framkvæmd menningar- og ferðamála í umboði menningar- og ferðamálaráðs.

„Hann hefur ennfremur umsjón með þróun og innleiðingu nýrra hugmynda í menningar- og ferðamálum, ber ábyrgð á gerð og framkvæmd starfs- og fjárhagsáætlunar ásamt annarri áætlanagerð fyrir sviðið. Þá hefur sviðsstjóri samstarf við fjölbreyttan hóp aðila í menningar- og ferðamálum innanlands og utan,“ segir í fréttinni.

Þau sem sóttu um stöðuna eru: 


 • Aðalheiður G Halldórsdóttir, verkefnastjóri
 • Arna Schram, forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ
 • Auður Edda Jökulsdóttir, staðgengill sendiherra
 • Áróra Gústafsdóttir, viðskiptafræðingur MBA
 • Birna Hafstein, leikari, framleiðandi og formaður Félags íslenskra leikara
 • Elín Sigríður Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Finnur Þ Gunnþórsson, aðstoðarforstöðumaður
 • Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri
 • Gunnar Ingi Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri
 • Halldóra Hinriksdóttir, forstöðumaður
 • Jón Bjarni Guðmundsson, framleiðandi
 • Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri og viðburðastjóri
 • Katrín Ágústa Johnson, mannfræðingur
 • Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO
 • Marín Guðrún Hrafnsdóttir, nemi í Háskóla Íslands
 • Ragnar Jónsson, MA í menningarstjórnun
 • Dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands
 • Sigurjóna Guðnadóttir, fornleifafræðingur og menningarmiðlari
 • Skúli Gautason, menningarfulltrúi


Tengdar fréttir

Svanhildur Konráðsdóttir nýr forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu þann 1. maí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,25
21
294.553
LEQ
0,84
1
1.488
EIM
0,58
4
32.799

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-2,14
12
529.052
SKEL
-1,07
4
109.235
EIK
-0,57
4
84.300
REITIR
-0,44
1
6.750
N1
-0,4
2
33.237