Viðskipti innlent

Þau vilja taka við af Svanhildi sem sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs

Atli Ísleifsson skrifar
Birna Hafstein, Arna Schram og Guðbrandur Benediktsson eru í hópi umsækjenda.
Birna Hafstein, Arna Schram og Guðbrandur Benediktsson eru í hópi umsækjenda.

Alls sóttu 25 manns um að taka við starfi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Svanhildur Konráðsdóttir hefur gegnt stöðunni á síðustu árum en var nýverið ráðin forstjóri Hörpu.

Umsóknarfrestur rann út þann 13. mars síðastliðinn, en sex umsækjendur drógu umsókn tilbaka.

Í frétt á vef borgarinnar kemur fram að sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hafi yfirumsjón með stjórnun og framkvæmd menningar- og ferðamála í umboði menningar- og ferðamálaráðs.

„Hann hefur ennfremur umsjón með þróun og innleiðingu nýrra hugmynda í menningar- og ferðamálum, ber ábyrgð á gerð og framkvæmd starfs- og fjárhagsáætlunar ásamt annarri áætlanagerð fyrir sviðið. Þá hefur sviðsstjóri samstarf við fjölbreyttan hóp aðila í menningar- og ferðamálum innanlands og utan,“ segir í fréttinni.

Þau sem sóttu um stöðuna eru: 


 • Aðalheiður G Halldórsdóttir, verkefnastjóri
 • Arna Schram, forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ
 • Auður Edda Jökulsdóttir, staðgengill sendiherra
 • Áróra Gústafsdóttir, viðskiptafræðingur MBA
 • Birna Hafstein, leikari, framleiðandi og formaður Félags íslenskra leikara
 • Elín Sigríður Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Finnur Þ Gunnþórsson, aðstoðarforstöðumaður
 • Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri
 • Gunnar Ingi Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri
 • Halldóra Hinriksdóttir, forstöðumaður
 • Jón Bjarni Guðmundsson, framleiðandi
 • Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri og viðburðastjóri
 • Katrín Ágústa Johnson, mannfræðingur
 • Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO
 • Marín Guðrún Hrafnsdóttir, nemi í Háskóla Íslands
 • Ragnar Jónsson, MA í menningarstjórnun
 • Dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands
 • Sigurjóna Guðnadóttir, fornleifafræðingur og menningarmiðlari
 • Skúli Gautason, menningarfulltrúi


Tengdar fréttir

Svanhildur Konráðsdóttir nýr forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu þann 1. maí næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira