Lífið

Magnus Carlsen kominn á fast

Atli Ísleifsson skrifar
Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák.
Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák. Vísir/AFP

Norski stórmeistarinn og heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er kominn á fast. Á einkasíðu Carlsen á Facebook, sem lokuð er öðrum en vinum Carlsen, er hann nú skráður í samband með Synne Christin Larsen.

Segir að þau hafi verið saman síðan á Valentínusardegi, 14. febrúar.

„Ég get staðfest að þetta, en annars vill Magnus ekki tjá sig mikið frekar um þetta,“ segir Espen Agdestein, umboðsmaður Carlsen í samtali við Verdens Gang.

Lítið hefur verið vitað um ástarlíf hins 26 ára Carlsen. „Við sjáum til,“ sagði Carlsen í nóvember 2013 þegar indverskur fréttamaður spurði hann hvort hann vildi gefa upp nafnið á kærustu sinni.

Árið 2014 var orðrómur á kreiki um að hannætti mögulega í sambandi við Kate Murphy, einum af aðstandendum leiksins Play Magnus.

Larsen er 22 ára gömul.
Fleiri fréttir

Sjá meira