Lífið

Magnus Carlsen kominn á fast

Atli Ísleifsson skrifar
Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák.
Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák. Vísir/AFP

Norski stórmeistarinn og heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er kominn á fast. Á einkasíðu Carlsen á Facebook, sem lokuð er öðrum en vinum Carlsen, er hann nú skráður í samband með Synne Christin Larsen.

Segir að þau hafi verið saman síðan á Valentínusardegi, 14. febrúar.

„Ég get staðfest að þetta, en annars vill Magnus ekki tjá sig mikið frekar um þetta,“ segir Espen Agdestein, umboðsmaður Carlsen í samtali við Verdens Gang.

Lítið hefur verið vitað um ástarlíf hins 26 ára Carlsen. „Við sjáum til,“ sagði Carlsen í nóvember 2013 þegar indverskur fréttamaður spurði hann hvort hann vildi gefa upp nafnið á kærustu sinni.

Árið 2014 var orðrómur á kreiki um að hannætti mögulega í sambandi við Kate Murphy, einum af aðstandendum leiksins Play Magnus.

Larsen er 22 ára gömul.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira