Erlent

Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa

Samúel Karl Ólason skrifar
James Comey og Michael Rogers, yfirmenn FBI og NSA.
James Comey og Michael Rogers, yfirmenn FBI og NSA. Vísir/Getty

Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þetta staðfesti James Comey, yfirmaður FBI, fyrir þingnefnd fulltrúadeildar um njósnamál í dag. 

Hann staðfesti að Alríkislögreglan, FBI, væri að rannsaka mögulegt samráð Trumpframboðsins og yfirvalda í Rússlandi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar voru í nóvember.

Comey sagði málið vera ríkisleyndarmál og að hann mætti ekki segja til um hverjir væru til skoðunar eða hvað. Hins vegar hét hann því að FBI myndi fylgja vísbendingum og staðreyndum, hvert sem þær leiddu.

Auk Comey var Michael Rogers, yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, á fundi með nefndinni. Báðir sögðu þeir að stofnanir þeirra byggju ekki yfir gögnum um kosningasvindl í Bandaríkjunum.

Bein útsending frá fundinum.

Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira