Innlent

Féll af vélsleða og slasaðist

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveitamenn hlúðu að vélsleðamanninum á slysstað. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitamenn hlúðu að vélsleðamanninum á slysstað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Húsavík var kölluð út eftir hádegi í dag vegna vélsleðamanns sem féll af sleða sínum og slasaðist ofan Höskuldsvatns á Reykjaheiði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

„Björgunarsveitamenn hlúðu að vélsleðamanninum á slysstað og bjuggu síðan um hann í snjótroðara frá skíðasvæði Húsvíkinga sem fenginn var á vettvang.

Snjótroðarinn ók með þann slasaða til móts við sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira