Viðskipti innlent

„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/ernir
Ásta Guðrún Helgadóttir pírati kvaddi sér hljóðs undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og lýsti yfir áhyggjum í kjölfar tíðinda af kaupum erlendra vogunarsjóða á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka.

Ásta Guðrún velti því fyrir sér hvort einhver drög væri á sölu á eignarhluti ríkisins, og þar með þjóðarinnar, í Íslandsbanka og Landsbankanum. Þá sagði hún þrálátan orðróm í gangi þess efnis að selja ætti Íslandsbanka til erlendra aðila og spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist ekkert vita um slíkan orðróm og hann ætti að vita af honum ef einhver væri. Engin plön séu um sölu. Engir hafi tilkynnt um áform að kaupa og hlutir ríkisins ekki verið kynntir til sölu.

Ekki rétt staðið að einkavæðingunni

Ásta Guðrún minnti á rannsóknarskýrslu Alþingis er varðaði fall bankanna en þar hafi komið skýrt fram að illa hafi verið staðið á sölu ríkisins á bönkunum. Og margir bankar hafi verið seldir á skömmum tíma og af þeim sökum hvorki fengist besta mögulega verð né hæfir eigendur til að kaupa bankann.

„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“ spurði Ásta Guðrún. Tímabil einkavæðingar og endurreisn hrunsins, eins og hún orðaði það. Benedikt sagðist svo sannarlega von að svo væri ekki. Hann væri eindregið þeirrar skoðunar að vítin væru til að varast þau.

„Það var ekki rétt staðið að einkavæðingu bankanna,“ sagði Benedikt og nauðsynlegt væri að vanda sig eins og mögulegt er varðandi sölu á hlutum ríkisins.


Tengdar fréttir

Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka

Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×