Lífið

Söguleg árshátíð 365

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin var frábær í Kaplakrika.
Stemningin var frábær í Kaplakrika.

Árshátíð 365, mögulega sú síðasta hjá fyrirtækinu í núverandi mynd, fór fram með pompi og prakt í Kaplakrika í Hafnarfirði á laugardagskvöld.

Starfsmenn og makar fjölmenntu auk þess sem nokkrir góðir gestir létu sjá sig. Eins og komið hefur fram bendir allt til þess að stærstur hluti 365 miðla verði hluti af Vodafone innan tíðar, samþykki Samkeppniseftirlitið viðskiptin.

Árshátíðin var því að öllum líkindum sú síðasta fyrir breytingarnar. Mugison lék tónlist yfir forréttinum og Logi Bergmann fór með veislustjórn.

Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og starfandi forstjóri 365, hélt ræðu og heiðraði vel valda starfsmenn sem hafa starfað í áratug og gott betur hjá fyrirtækinu. Heimir Már Pétursson hélt ræðu áður en Ari Eldjárn steig á stokk með gamanmál.

Þegar klukkan sló 22 var kveikt á útsendingu frá bardaga Gunnars Nelson og í framhaldinu lauk formlegri dagskrá. Leynigesturinn Aron Can tók nokkur lög áður en Ágústa Eva og Magni tróðu upp með hljómsveitinni Á móti sól og spiluðu fyrir dansi.

Stina Terrrazas tók myndirnar hér að neðan og Andri Marínó tók enn fleiri myndir sem finna má hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira