Lífið

Kemst upp með að grínast með viðkvæmustu málefni nútímans

Tinni Sveinsson skrifar

Þann 30. mars næstkomandi kemur kanadíski grínistinn David Heti fram á Húrra! ásamt nokkrum af færustu uppistöndurum landsins.

„Kanadíska grínistanum David Heti hefur verið lýst sem blöndu af Woody Allen, Andy Kaufman og David Heti,“ segir í tilkynningu um kvöldið.

„Hann er með gráðu í heimspeki, tvær í lögfræði, grínast með viðkvæmustu málefni nútímans og kemst upp með það. Meira og minna. 

Þessi afkastamikli og virti grínisti kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi þann 30. mars á Húrra, ásamt stórskotiliði Íslensks grensugríns: Hugleiki Dagssyni, Bylgju Babýlons, Snjólaugu Lúðvíks og Ástralanum Jonathan Duffy.

Stórkostlegur uppistandsviðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Allavegana fæstir.“

Frekari upplýsingar um David má finna á heimasíðunni davidheti.com og á Facebook.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira