Lífið

Kemst upp með að grínast með viðkvæmustu málefni nútímans

Tinni Sveinsson skrifar
Þann 30. mars næstkomandi kemur kanadíski grínistinn David Heti fram á Húrra! ásamt nokkrum af færustu uppistöndurum landsins.

„Kanadíska grínistanum David Heti hefur verið lýst sem blöndu af Woody Allen, Andy Kaufman og David Heti,“ segir í tilkynningu um kvöldið.

„Hann er með gráðu í heimspeki, tvær í lögfræði, grínast með viðkvæmustu málefni nútímans og kemst upp með það. Meira og minna. 

Þessi afkastamikli og virti grínisti kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi þann 30. mars á Húrra, ásamt stórskotiliði Íslensks grensugríns: Hugleiki Dagssyni, Bylgju Babýlons, Snjólaugu Lúðvíks og Ástralanum Jonathan Duffy.

Stórkostlegur uppistandsviðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Allavegana fæstir.“

Frekari upplýsingar um David má finna á heimasíðunni davidheti.com og á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×