Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Allt er klárt fyrir opnun nýs sérskóla fyrir fötluð börn en ekkert sveitarfélag hefur lýst sig reiðubúið að hýsa hann. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt við móður fatlaðs drengs sem gagnrýnir úrræðaleysi í málefnum fatlaðra barna.

Þá verður farið ítarlega yfir söluna á Arion banka og meðal annars rætt við forsætis- og fjármálaráðherra. Loks bregðum við okkur á Melrakkasléttu, en norðurströnd hennar er nýjasta eyðibyggð Íslands og verðum í beinni útsendingu frá frumsýningu Hagskælinga á söngleiknum Oliver.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira