Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Allt er klárt fyrir opnun nýs sérskóla fyrir fötluð börn en ekkert sveitarfélag hefur lýst sig reiðubúið að hýsa hann. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt við móður fatlaðs drengs sem gagnrýnir úrræðaleysi í málefnum fatlaðra barna.

Þá verður farið ítarlega yfir söluna á Arion banka og meðal annars rætt við forsætis- og fjármálaráðherra. Loks bregðum við okkur á Melrakkasléttu, en norðurströnd hennar er nýjasta eyðibyggð Íslands og verðum í beinni útsendingu frá frumsýningu Hagskælinga á söngleiknum Oliver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×