Viðskipti erlent

Google biðst afsökunar á óheppilegum staðsetningum auglýsinga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Google getur gert betur.
Google getur gert betur. Vísir/Getty
Forsvarsmaður bandaríska tæknirisans Google í Evrópu hefur beðiðst afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins eftir að auglýsingar frá þekktum stórfyrirtækjum og stofnunum birtust við hlið efnis frá öfgasamtökum á YouTube. BBC greinir frá.

Fyrirtæki og stofnanir á borð við HSBC, MCDONALDS, BBC og Guardian höfðu tekið auglýsingar sínar úr umferð hjá Google eftir að rannsókn The Times leiddi í ljós að auglýsingar þeirra birtust við hlið vafasams efnis frá öfgasamtökum.

Auglýsingar birtast gjarnan við myndbönd á YouTube, sem er í eigu Google. Fyrir hverja þúsund notendur sem smella á slíka auglýsingu fá framleiðendur efnisins sem um ræðir um sex pund, um átta hundruð krónur.

Matthew Brittin, sem stýrir Google í Evrópu, segir að fyrirtækið muni læra af mistökunum og framvegis ganga úr skugga um það að auglýsingar birtist ekki á óviðeigandi stöðum svo vörumerki stórfyrirtækja og stofnana verði ekki hægt að tengja við ósæmilegt efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×