Viðskipti erlent

Google biðst afsökunar á óheppilegum staðsetningum auglýsinga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Google getur gert betur.
Google getur gert betur. Vísir/Getty

Forsvarsmaður bandaríska tæknirisans Google í Evrópu hefur beðiðst afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins eftir að auglýsingar frá þekktum stórfyrirtækjum og stofnunum birtust við hlið efnis frá öfgasamtökum á YouTube. BBC greinir frá.

Fyrirtæki og stofnanir á borð við HSBC, MCDONALDS, BBC og Guardian höfðu tekið auglýsingar sínar úr umferð hjá Google eftir að rannsókn The Times leiddi í ljós að auglýsingar þeirra birtust við hlið vafasams efnis frá öfgasamtökum.

Auglýsingar birtast gjarnan við myndbönd á YouTube, sem er í eigu Google. Fyrir hverja þúsund notendur sem smella á slíka auglýsingu fá framleiðendur efnisins sem um ræðir um sex pund, um átta hundruð krónur.

Matthew Brittin, sem stýrir Google í Evrópu, segir að fyrirtækið muni læra af mistökunum og framvegis ganga úr skugga um það að auglýsingar birtist ekki á óviðeigandi stöðum svo vörumerki stórfyrirtækja og stofnana verði ekki hægt að tengja við ósæmilegt efni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
0,82
5
74.510
VIS
0,71
3
83.918
GRND
0,61
2
12.737
EIM
0,4
6
136.011
SIMINN
0,36
4
126.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
OSSRu
-6,18
1
917
SJOVA
-0,87
1
34.300
MARL
-0,61
5
379.270
REGINN
-0,19
1
25.900
HAGA
0
2
21.541