Lífið

Patrick Stewart og Ian McKellan ansi innilegir á verðlaunaathöfn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þeir eru góðir félagar.
Þeir eru góðir félagar.

Félagarnir Patrick Stewart og Ian McKellan kysstust vel og innilega þegar sá síðarnefndi veitti Stewart viðurkenningu fyrir ævistarf sitt á Empire-verðlaunahátíðinni í gær.

Þeir þekkjast ágætlega eftir að meðal annars leikið saman í myndunum um ofurhetjunum í X-Men og gantaðist Ian McKellan áður en hann veiti Stewart svokölluð Legends-verðlaun hátíðarinnar.

„Hver myndi kalla Patrick goðsögn, hann er fæddur í Yorkshire,“ sagði McKellan áður en hann hlóð Stewart lofi.

„Hann er leikarinn sem svo margir af minni kynslóð myndi vilja vera,“ sagði McKellan. Stewart steig því næst upp á svið þar sem hann plantaði sjóðandi kossi á félagi sinn, líkt og sjá má á myndinni hér að ofan.

Þeir félagar eru miklir vinir en árið 2013, þegar Patrick Stewart gifti sig, stjórnaði McKellan athöfninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira