Lífið

John Oliver birtir langt myndband af dansandi sebrahesti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stóra spurningin er hvort að John Oliver sjálfur hafi klæðst búningnum.
Stóra spurningin er hvort að John Oliver sjálfur hafi klæðst búningnum. Vísir

Háðfuglinn John Oliver hefur birt 23 mínútna langt myndband af manni íklæddum sebrahestbúningi dansandi um fyrir framan svokallaðan „green-screen“

Hvetur hann notendur YouTube til þess að koma sebrahestinum fyrir á öðrum myndböndum og birta þau með því að nota myllumerkið #JustAddZebras.

Óvíst er hver raunverulegur tilgangur uppátæksins er en það hefur ekki staðið á YouTube-notendum sem bætt hafa sebrahestinum inn í fjölmörg myndbönd en brot af því besta má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira