Matur

Eva Laufey býður áhorfendum í fyrsta skipti heim til sín

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættir Evu byrja í apríl á Stöð 2.
Þættir Evu byrja í apríl á Stöð 2. myndir/eva laufey

Í eldhúsi Evu eru nýir þættir sem hefja göngu sína á Stöð 2 í apríl. Í þáttunum heimsækir Eva meðal annars veitingahús á Íslandi og lærir samhliða áhorfendum að elda og baka af listakokkum.

Eva býður áhorfendum einnig heim í eldhúsið sitt en þetta er í fyrsta sinn sem Eva Laufey tekur upp þætti í eldhúsinu sínu og eldar einfalda, fljótlega og bragðgóða rétti fyrir alla fjölskylduna.

Eva er dugleg að birta myndir af réttunum sem verða í þáttunum þessa dagana á Instagram reikning sínum og geta áhugasamir fylgst með á evalaufeykjaran á Instagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.