Lífið samstarf

Fræðsla og samvera fyrir ungmenni sem eiga krabbameinsgreinda aðstandendur

Út fyrir kassann er fræðsla sem hönnuð er af þeim Bjarna Fritzsyni og Kristínu Tómasdóttur.
Út fyrir kassann er fræðsla sem hönnuð er af þeim Bjarna Fritzsyni og Kristínu Tómasdóttur.
Þriðjudaginn 28 mars  kl 19:30 fer Ljósið endurhæfingarmiðstöð aftur af stað með samverukvöld fyrir ungmenni sem eru 14-17 ára og eiga eða hafa átt aðstandendur með krabbamein.  Það getur verið mjög erfitt fyrir ungmenni þegar foreldrar greinast með krabbamein og getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan.

Ljósið er í samvinnu við fyrirtækið – Út fyrir kassann, en  fræðslan eru hönnuð af þeim Bjarna Fritzsyni og Kristínu Tómasdóttur. Námskeiðin eru byggð á bókum þeirra og áralangri reynslu af að vinna með ungu fólki og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fræðslan  er ætluð til að styrkja ungmennin, þau fá að vera í fyrsta sæti og eru að gera skemmtilega hluti saman sem stuðlar að jákvæðri uppbyggingu. Ungmennin þurfa ekki að borga fyrir námskeiðið enda dýrt að greinast með krabbamein. Ljósið safnar styrkjum til að geta haldið úti starfsemi sem þessari.

Ungmennin mega taka einn vin með.

Dagskráin tekur á eftirfarandi þáttum:

  • Leiðtoginn og vertu þinnar gæfusmiður
  • Samvinna og samskipti
  • Besta útgáfan
  • Sjálfsrækt og venjur
 

24 ungmenni mættu til leiks síðast og voru þau mjög sátt með bæði fræðsluna og samveruna.



Umsögn þáttakenda:

„Mér fannst þetta námskeið vera mjög skemmtilegt- jákvætt- og hressir kennarar“

Frekari upplýsingar um námskeiðið er á www.ljosid.is 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×