Lífið

Uppfyllti ósk Ragnhildar Steinunnar: Mögnuð ábreiða Daða Freys af Paper

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr Pétursson
Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr Pétursson Vísir/Andri Marinó

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem sigraði hug og hjörtu þjóðarinnar með lagi sínu Is this Love sem lenti í 2. sæti Söngvakeppnis Sjónvarpsins fyrr í mánuðinum hefur uppfyllt ósk Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og gert ábreiðu af framlagi Íslands til Eurovision þetta árið.

Á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar bað Ragnhildur Steinunn, kynnir keppninnar, Daða Frey um að útbúa ábreiðu af sigurlaginu ef honum tækist ekki að sigra keppnina en hann hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir skemmtilegar ábreiður af hinum ýmsu lögum.

Daði Freyr lenti sem kunnugt er í öðru sæti á eftir Svölu og lagi hennar Paper sem verður framlag Íslands í Eurovision í Kænugarði síðar á árinu.

Hann hefur nú birt ábreiðu sína af Paper og er hún vægast sagt mögnuð, eins og heyra má og sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira