Lífið

Uppfyllti ósk Ragnhildar Steinunnar: Mögnuð ábreiða Daða Freys af Paper

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr Pétursson
Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr Pétursson Vísir/Andri Marinó
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem sigraði hug og hjörtu þjóðarinnar með lagi sínu Is this Love sem lenti í 2. sæti Söngvakeppnis Sjónvarpsins fyrr í mánuðinum hefur uppfyllt ósk Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og gert ábreiðu af framlagi Íslands til Eurovision þetta árið.

Á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar bað Ragnhildur Steinunn, kynnir keppninnar, Daða Frey um að útbúa ábreiðu af sigurlaginu ef honum tækist ekki að sigra keppnina en hann hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir skemmtilegar ábreiður af hinum ýmsu lögum.

Daði Freyr lenti sem kunnugt er í öðru sæti á eftir Svölu og lagi hennar Paper sem verður framlag Íslands í Eurovision í Kænugarði síðar á árinu.

Hann hefur nú birt ábreiðu sína af Paper og er hún vægast sagt mögnuð, eins og heyra má og sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×