Lífið

Falleg íslensk heimili: Amerísk villa á Selfossi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegt einbýli á Selfossi.
Svakalegt einbýli á Selfossi.
Nýr íslenskur þáttur hóf göngu sína á Stöð 2 á dögunum og heitir hann Falleg íslensk heimili. Þar fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli.

Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig. Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni. Í öðrum þættinum var farið í heimsókn í virkilega smekklegt og nýtt einbýlishús á Selfossi.

Fyrsta eignin af landsbyggðinni sem sérfræðingarnir skoða en þar eru eigendur hússins trúir ameríska stílnum - og augljóst að vandað er til verka. Þar búa hjón sem leggja mikið upp úr þægindum og eru greinilega mjög gestrisin. Eiginkonan er frá Bandaríkjunum og ræður kántrí-stílinn ríkjum í húsinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×