Sport

De la Hoya: Stórslys fyrir UFC ef Conor berst við Mayweather

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor hræðist ekki Mayweather.
Conor hræðist ekki Mayweather. vísir/getty
Gulldrengurinn Oscar de la Hoya skilur ekki af hverju UFC er að íhuga Conor McGregor að berjast við Floyd Mayweather í boxbardaga.

Það eru gríðarlegir peningar í spilinu fyrir alla aðila verði af bardaganum en De la Hoya segir að UFC gæti orðið af peningum í framtíðinni út af þessari uppákomu.

„Það eru miklir peningar í boði en það eru líka miklir peningar undir enda nýbúið að selja UFC á 4,6 milljarða dollara. Að UFC ætli að tefla fram aðalstjörnu sinni sem gæti verið niðurlægð er ekki áhættunnar virði,“ sagði De la Hoya en hann tapaði sjálfur gegn Mayweather fyrir tíu árum síðan.

„Þessi bardagi gæti skemmt UFC-vörumerkið og ég sé ekki að bardagasambandið þori því.“

Sjálfur er De la Hoya orðinn skipuleggjandi boxbardaga í dag og þekkir vel inn á þennan heim.

MMA

Tengdar fréttir

Refsing Conor fyrir orkudrykkjakastið minnkuð

Conor McGregor áfrýjaði á sínum tíma refsingunni sem hann fékk frá íþróttasambandi Nevada þar sem hann kastaði dósum og flöskum að Nate Diaz og félögum á blaðamannafundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×