Viðskipti erlent

Facebook hermir eftir Snapchat á ný

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook. vísir/epa

Facebook opnaði í gær fyrir nýja viðbót við Messenger-skilaboðaforrit sitt. Viðbótin nefnist Messenger Day og svipar mjög til My Story-fídussins á Snapchat.

Með Messenger Day munu notendur þannig geta bætt við myndum og myndböndum yfir daginn sem eyðast eftir sólarhring. Hægt er að velja að deila efninu með ákveðnum eða jafnvel öllum vinum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook hermir eftir Snapchat. Í ágúst síðastliðnum var boðið upp á fídusinn Stories í ljósmyndaforriti Facebook, Instagram, og í febrúar fyrir ári var slíkt hið sama gert með skilaboðaforritið WhatsApp. Sú viðbót nefndist Status.

Sjálfur tjáði Mark Zuckerberg, eigandi Facebook, sig um þessa nýju áherslu á ljósmyndir í símtali með greiningaraðilum í nóvember. Sagðist hann hafa trú á því að myndavélin yrði það tæki sem helst yrði notað til að deila upplifun með vinum í framtíðinni. 

Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira