Körfubolti

Westbrook búinn að jafna Wilt Chamberlain

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er létt yfir Russ.
Það er létt yfir Russ. vísir/getty

Hinn ótrúlegi Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder var með enn eina þreföldu tvennuna í nótt og að þessu sinni dugði hún til sigurs gegn San Antonio.

Westbrook var með 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. 31 þrefalda tvennan hjá honum í vetur sem kemur honum í annað sætið eftir flestar slíkar á einu tímabili í NBA-deildinni.

Hann deilir öðru sætinu sem stendur með sjálfum Wilt Chamberlain og mun örugglega sækja að meti Oscar Robertson en hann náði 41 slíkri á sögulegu tímabili.

Cleveland varð að sætta sig við tap gegn Detroit eftir að hafa tapað síðasta leikhlutanum með tólf stigum.

Eftir átta töp í röð tókst LA Lakers loksins að vinna leik er það sótti Phoenix heim. Lakers-menn geta því farið aðeins léttari inn í helgina.

Úrslit:

Detroit-Cleveland  106-101
Memphis-LA Clippers  98-114
Oklahoma-San Antonio  102-92
Portland-Philadelphia  114-108
Phoenix-LA Lakers  110-122

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira