Erlent

Tveir létust i mótmælum eftir að forseta Suður-Kóreu var vikið úr embætti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stuðningsmenn forsetans mótmæltu niðurstöðu dómsins.
Stuðningsmenn forsetans mótmæltu niðurstöðu dómsins. Vísir/Getty
Forseti Suður Kóreu, Park Geun-hye er orðin fyrsti forsetinn í sögu landsins sem vikið hefur verið úr embætti.

Dómstóll í landinu staðfesti fyrri ákvörðun þingsins að forsetinn skyldi sviptur embætti sínu og verður hún nú lögsótt fyrir spillingu og brot í opinberu starfi.

Mótmæli blossuðu upp fyrir utan dómstólinn eftir að dómurinn var kveðinn upp og til átaka kom á milli stuðningsmanna forsetans og lögreglu. Tveir létust í átökunum hið minnsta.

Park er sökuð um að hafa látið vinkonu sinni í té ýmsar trúnaðarupplýsingar og leyft henni að taka þátt í mikilvægum ákvarðanatökum innan ríkisstjórnarinnar. Vinkonan er sögð hafa nýtt sér þessar upplýsingar til fjárkúgunar, en hún var handtekin í nóvember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×