Sport

Mætti oft fullur í búningsklefann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Scott McCloughan er í atvinnuleit.
Scott McCloughan er í atvinnuleit. vísir/getty
Það kom mörgum á óvart þegar Washington Redskins rak framkvæmdastjóra félagsins, Scott McCloughan í gær.

Leikmannamarkaðurinn er í fullum gangi núna og því ekki eðlilegt að framkvæmdastjóri fari á þessum tíma. Sérstaklega ekki þegar hann er aðeins búinn með tvö ár af fjögurra ára samningi.

Washington Post greindi aftur á móti frá því að ástæðan fyrir brottvikningunni væri sú að McCloughan ætti í miklum vandræðum með áfengisdrykkju sína.

„Hann hefur verið að lenda í alls konar vandræðum með drykkjuna. Hann hefur margoft komið fullur inn í búningsklefann til að mynda,“ sagði heimildarmaður blaðsins úr innsta hring Bleiknefja.

McCloughan hefur lengi barist við alkóhólisma en brennivínið var líka ástæðan fyrir því að hann var rekinn frá San Francisco árið 2010 og Seattle fjórum árum síðar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×