Körfubolti

Hlupu burt með peningaskápinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Young í leik með Lakers.
Young í leik með Lakers. vísir/getty

Nick Young, leikmaður LA Lakers, skemmti sér vel á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar en það var ekki eins gaman hjá honum þegar hann kom aftur heim.

Þá sá Young að það var búið að brjótast inn heima hjá honum. Skartgripir teknir sem og peningar. Þjófarnir reyndu ekki að opna peningaskápinn hans heldur tóku þeir hann með sér. Það er ekki lítið verk enda slíkir skápar afar þungir.

Í skápnum voru 54 milljónir króna ásamt öðrum verðmætum. Þar á meðal þrjár gullkeðjur.

Þarna voru augljóslega fagmenn á ferð og Young er ekki bjartsýnn á að fá peningana né gullkeðjurnar til baka.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira