Sport

Elin Holst aftur á pall

Telma Tómasson skrifar
Elin Holst er nú efst í einstaklingskeppni í Meistaradeildinni með 30 stig.
Elin Holst er nú efst í einstaklingskeppni í Meistaradeildinni með 30 stig.
Elin Holst var enn á ný að skora hátt í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í gærkvöldi. Einkunnir hennar voru jafnar og góðar fyrir sýningaratriðin þrjú sem skilaði henni á verðlaunapall.

Elin keppti eins og áður á Frama frá Ketilsstöðum, en þau eru alls ekki að stíga sín fyrstu spor í þessari grein því hún sigraði keppni í slaktaumatölti T2 á sama hesti á íslandsmótinu í hestaíþróttum í fyrra.

Í einstaklingskeppninni stendur Elin nú efst með 30 stig. Mótaröðin er hins vegar aðeins hálfnuð, þrjár keppnisgreinar að baki í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og framundan fimmgangur, skeiðgreinar og hápunkturinn, töltkeppni T1.

Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá sýningu Elinar í forkeppninni á meðfylgjandi myndbandi.

Staðan í einstaklingskeppninni er eftirfarandi:

Elin Holst - 30 stig

Bergur Jónsson - 27 stig

Jakob S. Sigurðsson - 26,5 stig

Árni Björn Pálsson - 22 stig

Freyja Amble Gísladóttir - 12 stig



Niðurstöður í A-úrslitum í slaktaumatölti í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum:

1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - 8.29

2. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 8.29

3. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 8.21

4. Viðar Ingólfsson - Pixi frá Mið-Fossum - 8.04

5. Guðmar Þór Pétursson - Brúney frá Grafarkoti - 7.83

6. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 7.71




Fleiri fréttir

Sjá meira


×