Golf

LPGA golfstjarnan okkar er ekki lofthrædd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í fjallagöngu sinni á Squaw Peak.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í fjallagöngu sinni á Squaw Peak. Mynd/Instagram/olafiakri
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er kominn til Bandaríkjanna þar sem hún er að undirbúa sig fyrir næsta mótið sitt á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn hefur tekið þátt í tveimur mótum á mótaröðinni og komst í gegnum niðurskurðinn á þeim báðum.

Þriðja mótið hennar verður í Phoenix í Arizona-fylki 16. til 19. mars næstkomandi.

Ólafía Þórunn hefur verið dugleg að birta myndir af sér á Instagram og hefur áhugasömum þannig tækifæri að fylgjast með þessu sögulega tímabili hennar. Ólafía Þórunn er fyrst Íslendinga til að taka þátt í bandarísku LPGA mótaröðinni og hún er því að taka risaskref fyrir íslenskt golf á þessu tímabili.

Ólafía Þórunn og vinkona hennar Cheyenne Woods æfðu saman í aðdraganda mótsins í Phoenix sem fer fram í næstu viku og okkar kona tók skemmtilega mynd af þeim saman.  

Flottasta myndin er þó örugglega af Ólafíu Þórunni sem hún hafði farið í fjallgöngu á Squaw Peak sem er 796 metra fjall rétt hjá Phoenix.

Hér fyrir neðan má sjá tvær skemmtilegar myndir af Instagram-síðu Ólafíu Þórunnar.

International women's day getting stronger together! @cheyenne_woods

A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on


Tengdar fréttir

Ólafía: Mun aldrei gleyma vippunni á átjándu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum árangri á ástralska meistaramótinu í golfi, hennar öðru móti á LPGA-mótaröðinni, sem lauk í gærmorgun. Hún hafnaði í 30.-39. sæti.

Heiðarleiki Ólafíu kostaði hana víti

Fékk víti á sjöundu holu á lokahringnum í Ástralíu nótt fyrir brot á reglum "sem enginn sá nema ég,“ sagði Ólafía Þórunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×