Körfubolti

Jón Axel öflugur þegar Davidson vann efsta liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel er á sínu fyrsta ári hjá Davidson.
Jón Axel er á sínu fyrsta ári hjá Davidson. vísir/getty

Jón Axel Guðmundsson og félagar í körfuboltaliði Davidson háskólans eru komnir í undanúrslit Atlantic 10 deildarinnar eftir óvæntan sigur á Dayton, 69-73, í kvöld.

Jón Axel átti fínan leik í liði Davidson. Grindvíkingurinn spilaði 34 mínútur; skoraði níu stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Jón Axel hitti úr tveimur af fjórum skotum sínum utan af velli og nýtti öll fjögur vítin sem hann tók.

Eins og áður sagði var sigurinn óvæntur en Davidson endaði í 8. sæti Atlantic 10 deildarinnar en Dayton í því fyrsta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira