Körfubolti

Sú stigahæsta rekin vegna samskiptaörðugleika

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyson-Thomas leikur ekki fleiri leiki með Njarðvík.
Tyson-Thomas leikur ekki fleiri leiki með Njarðvík. vísir/stefán

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við Carmen Tyson-Thomas.

Samskiptaörðugleikar eru ástæða uppsagnar Tyson-Thomas, eins og segir í frétt á heimasíðu Njarðvíkur.

„Ástæða uppsagnarinnar eru samskiptaörðugleikar án þess að tíunda hvað í þeim felst. Við það ástand var ekki unað og því mat körfuknattleiksdeildar UMFN að enda samstarfið,“ segir í fréttinni.

Tyson-Thomas hefur verið langbesti leikmaður Njarðvíkur í vetur og líklega besti leikmaður Domino's deildar kvenna.

Tyson-Thomas er langstigahæst í deildinni, með 36,7 stig að meðaltali í leik. Hún er með næstflest fráköst (16,5) og hæst í framlagi (40,1).

Tyson-Thomas lék níu leiki með Njarðvík í 1. deildinni í fyrra. Tímabilið þar á undan lék hún með Keflavík í Domino's deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira