Viðskipti erlent

Framleiðslugalli í Pixel veldur hljóðnemabilun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Google Pixel.
Google Pixel. Nordicphotos/AFP

Google Pixel, nýr snjallsími tæknirisans Google, þjáist af framleiðslugalla sem getur valdið bilunum í hljóðnemum hans. Fjölmargir eigendur hafa kvartað yfir vandamálum sem tengjast hljóðnemum símans undanfarna daga á spjallborði fyrirtækisins. Gallinn finnst einnig í stærri útgáfu símans, Pixel XL.

Bilanirnar eru fjölbreyttar. Í sumum tilfellum nema hljóðnemarnir of lítið hljóð og í öðrum tilfellum virka þeir bara alls ekki. Í samtali við fréttasíðuna Android Police staðfesti starfsmaður Google að um framleiðslugalla væri að ræða. Þó næði vandamálið einungis til um eins prósents allra Pixel-síma sem framleiddir voru fyrir janúar 2017.

Google mælir með því að eigendur Pixel-síma sem hrjáðir eru af umræddum galla skili símunum, séu þeir í ábyrgð, og fái nýja í staðinn.

Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira