Körfubolti

Stevens valinn bestur í seinni hlutanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Amin Stevens var valinn besti leikmaður seinni hluta Domino's deildar karla 2016-17.
Amin Stevens var valinn besti leikmaður seinni hluta Domino's deildar karla 2016-17. vísir/ernir

Uppgjörsþáttur Domino's Körfuboltakvölds var á dagskrá Stöðvar 2 Sports HD í kvöld.

Þar var farið yfir lokaumferð Domino's deildar karla og veitt verðlaun fyrir seinni hluta tímabilsins.

Keflvíkingurinn Amin Stevens, stiga- og frákastahæsti leikmaður deildarinnar, var valinn bestur í seinni hlutanum.

Stevens var að sjálfsögðu í úrvalsliðinu ásamt KR-ingnum Jóni Arnóri Stefánssyni, Stjörnumanninum Hlyni Bæringssyni, Grindvíkingum Ólafi Ólafssyni og ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni.

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur, var valinn besti varnarmaðurinn.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari deildarmeistara KR, var valinn besti þjálfari seinni hlutans.

Efnilegasti leikmaðurinn kom einnig úr röðum KR; hinn 18 ára gamli Þórir Guðmundur Þorbjarnarson.

Grindvíkingurinn Lewis Clinch Jr. átti tilþrif ársins í Domino's deildinni.

Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, voru valdir bestu stuðningsmennirnir í seinni hlutanum en Grettismenn, stuðningsmenn Tindastóls, í þeim fyrri.

Úrvalslið seinni hluta Domino's-deildar 2016-2017:
Amin Stevens - Keflavík
Hlynur Bæringsson - Stjarnan
Ólafur Ólafsson - Grindavík
Matthías Orri Sigurðarson - ÍR
Jón Arnór Stefánsson - KR

MVP · Besti leikmaður seinni hluta Domino´s-deildar 2016-2017:
Amin Stevens - Keflavík

Besti þjálfari seinni hluta Domino's-deildar 2016-2017:
Finnur Freyr Stefánsson - KR

Besti varnarmaður seinni hluta Domino's-deildar 2016-2017:
Hörður Axel Vilhjálmsson - Keflavík

Besti ungi leikmaður seinni hluta Domino's-deildar 2016-2017:
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson - KR

Bestu stuðningsmenn Domino's deildar 2016-2017:
Umferðir 1-11: Grettismenn - Tindastóll
Umferðir 12-22: Ghetto Hooligans - ÍR

Tilþrif ársins í Domino’s deildinni 2016-2017:
Lewis Clinch Jr. - GrindvíkAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira