Innlent

„Dálítil“ lægð nálgast landið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lægðin hangir yfir landinu á morgun með breytilegri vindátt og má búast við einhverri vætu í flestum landshlutum
Lægðin hangir yfir landinu á morgun með breytilegri vindátt og má búast við einhverri vætu í flestum landshlutum vísir/vilhelm

Reikna má með að dragi úr vindi í dag eftir því sem líður á daginn. Suðlæg átt er á landinu í dag og er gert ráð fyrir að skýjað verði með köflum og stöku skúrir eða slydduél um landið sunnanvert. Léttir til víða um landið norðanvert.

Þá nálgast „dálítil lægð“ landið í kvöld og rignir sunnan- og austantil á landinu í nótt eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðin hangir yfir landinu á morgun með breytilegri vindátt og má búast við einhverri vætu í flestum landshlutum. Kólnar á mánudag með vaxandi suðvestanátt með éljagangi.

Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 8-15 með morgninum. Víða dálítil rigning eða skúrir. Dregur úr vindi þegar líður á daginn, léttir víða til um landið norðanvert, en stöku skúrir eða slydduél syðra. Austan 8-13 og rigning sunnan- og austantil í nótt. Fremur hæg breytileg átt á morgun og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti 0 til 7 stig að deginum, en víða frost í nótt.

Á sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig að deginum.

Á mánudag:
Suðlæg átt 5-13 og úrkomulítið, en gengur í hvassa suðvestanátt um landið sunnan- og vestanvert með éljum síðdegis og kólnar í veðri.

Á þriðjudag:
Vestlæg átt, 8-15 og éljagangur, en þurrt og bjart að mestu austanlands. Vægt frost, en yfirleitt frostlaust við sjóinn að deginum.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og él á víð og dreif, en líkur á snjókomu suðaustantil um kvöldið. Kólnar lítið eitt.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og víða él, einkum norðaustantil. Fremur kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira