Körfubolti

Golden State tapaði óvænt gegn Úlfunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
 Andrew Wiggins, Karl-Anthony Towns með Timberwolves.
Andrew Wiggins, Karl-Anthony Towns með Timberwolves. vísir/getty

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og ber þar helst að nefna frábæran sigur Minnesota Timberwolves á Golden State Warriors, 103-102, í æsispennandi leik.

Andrew Wiggins skoraði 24 stig fyrir Úlfana í leiknum og Ricky Rubio var með 17 stig og 13 stoðsendingar. Hjá Warriors skoraði var Klay Thompson stigahæstur með 30 stig.

Charlotte Hornets vann fjörutíu stiga sigur á Orlando Magic, 121-81, og átti Magic aldrei möguleika í leiknum. Kemba Walker var atkvæðamestur í liði Hornets með 23 stig en stigaskorið dreifðist töluvert á milli leikmenna.

Þá vann Houston Rockets öruggan sigur á Chicago Bulls, 115-94.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks - Toronto Raptors - 105-99 
Denver Nuggets - Boston Celtics - 119-99 
Dallas Mavericks - Brooklyn Nets - 105-96 
Sacramento Kings - Washington Wizards - 122-130 
Charlotte Hornets - Orlando Magic - 121-81 
Chicago Bulls - Houston Rockets - 94-115 
Milwaukee Bucks - Indiana Pacers - 99-85 
Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors - 103-102

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira