Íslenski boltinn

Skagamenn unnu ÍR-inga eftir að hafa lent undir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson komst á blað í dag.
Garðar Gunnlaugsson komst á blað í dag. vísir/anton

ÍA vann góðan sigur á ÍR, 2-1, í Lengubikarnum. Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoruðu fyrir Skagamenn í leiknum en það var Jón Gísli Ström sem kom ÍR-ingum 1-0 yfir eftir fimmtán mínútna leik.

Skagamenn eru í efsta sæti riðilsins með níu stig, Valur er með sex stig og Víkingur Ó. með 3 stig. ÍR-ingar eru án stiga.

Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá vefsíðunni Úrslit.net.Fleiri fréttir

Sjá meira


Mest lesið