Innlent

Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs

Nadine Guðrún Yaghi og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Artur sást síðast þann 1. mars síðastliðinn.
Artur sást síðast þann 1. mars síðastliðinn. lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn.

„Um leið og við höfum fengið úrskurðinn þá getum við farið að huga að leitinni. Það fer eftir því hvar síminn hans sást síðast. Við eigum fljótlega von á úrskurðinum og þá mun líklegast formleg leit hefjast eða ef síminn hverfur á ákveðnum stað þá einblínum við á þann stað,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi sem stýrir leitinni.

Guðmundur segir að formleg leit muni líklega hefjast eftir að símagögnin liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim.

„Um leið og við höfum fengið úrskurðinn þá getum við farið að huga að leitinni. Það fer eftir því hvar síminn hans sást síðast. Við eigum fljótlega von á úrskurðinum og þá mun líklegast formleg leit hefjast eða ef síminn hverfur á ákveðnum stað þá einblínum við á þann stað.““

Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, í bláum gallabuxum og í hvítum strigaskóm. Hann er grannvaxinn, 186 sentimetrar á hæð, með græn augu og stutt, dökkt hár.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Artur eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×