Handbolti

Stjarnan rúllaði yfir Fylki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rakel Dögg skoraði átta mörk í dag.
Rakel Dögg skoraði átta mörk í dag. vísir/andri marinó

Stjarnan valtaði yfir Fylki í Olís-deild kvenna í handknattleik, 38-25, í Garðabænum í dag og var sigur heimamanna aldrei í hættu.

Staðan í hálfleik var 20-14 og sáu Fylkiskonur aldrei til sólar. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk í liði Stjörnunnar og Hanna Guðrún Stefánsdóttir var með sex.

Hjá Fylki var Christine Rishaug markahæst með átta mörk og Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö.

Stjarnan heldur áfram að pressa á Framara en liðið er sem fyrr tveimur stigum á eftir þeim í öðru sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira