Handbolti

Stjarnan rúllaði yfir Fylki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rakel Dögg skoraði átta mörk í dag.
Rakel Dögg skoraði átta mörk í dag. vísir/andri marinó

Stjarnan valtaði yfir Fylki í Olís-deild kvenna í handknattleik, 38-25, í Garðabænum í dag og var sigur heimamanna aldrei í hættu.

Staðan í hálfleik var 20-14 og sáu Fylkiskonur aldrei til sólar. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk í liði Stjörnunnar og Hanna Guðrún Stefánsdóttir var með sex.

Hjá Fylki var Christine Rishaug markahæst með átta mörk og Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö.

Stjarnan heldur áfram að pressa á Framara en liðið er sem fyrr tveimur stigum á eftir þeim í öðru sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira