Handbolti

Grótta og Akureyri með gríðarlega mikilvæga sigra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, í leik í vetur.
Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, í leik í vetur. vísir/vilhelm

Tveimur leikjum er nýlokið í Olís-deild karla en Grótta gerði sér lítið fyrir og vann Hauka, 29-27, í Hafnarfirðinum.

Staðan í hálfleik var 18-14 fyrir Haukum en Gróttumenn komu heldur betur sterkir inn í leikinn í þeim síðari og náðu að vinna leikinn.

Ivan Ivkovic skoraði tíu mörk fyrir Hauka en Aron Dagur Pálsson var einnig frábær í liði Gróttu sem skoraði níu mörk.

Akureyri vann góðan sigur á Val, 22-20, í KA-heimilinu og heldur betur mikilvægur sigur fyrir heimamenn. 

Mindaugas Dumcius skoraði sex mörk fyrir Akureyri í dag en staðan var 11-11 í hálfleik. Orri Freyr Gíslason var með fjögur mörk fyrir Val. Akureyri er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar en liðið getur heldur betur bjargað sér núna. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira