Handbolti

Aron kominn í gang á ný og skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. Visir

Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém unnnu góðan sigur á Flensburg, 34-28, í Meistaradeild Evrópu í dag.

Aron skoraði tvö mörk en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Aron missti til að mynda af HM í handbolta í janúar sem fram fór í Frakklandi.

Momir Ilic var frábær í liði Veszprém og skoraði hann níu mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira