Handbolti

Guðjón Valur fór á kostum og skoraði ellefu mörk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Rhein Necker-Löwen, gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk í sigri liðsins á Minden í þýska boltanum í dag.

Leikurinn fór 26-20 og var Guðjón eðlilega markahæsti leikmaður liðsins.

Íslendingaliðið Bergischer tapaði fyrir Leipzig, 26-24, en þeir Arnór Þór Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson.

Björgvin varði 12 skot í leiknum og átti fínan leik. Arnór skoraði fjögur mörk í leiknum.

Rúnar Kárason og félagar töpuðu síðan fyrir Hannover Burgdorf, 34-30, Wetzlar. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira