Körfubolti

Aðeins Stephen Curry toppar Jón Axel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínt tímabil hjá þessum sterka leikmanni.
Fínt tímabil hjá þessum sterka leikmanni. vísir/getty

Davidson er úr leik í Atlantic 10 riðlinum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum eftir tap, 84-60, gegn Rhode Island í gær.

Jón Axel Guðmundsson skoraði níu stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum en Jón hefur verið flottur á tímabilinu og hefur hann tryggt sér sæti í byrjunarliðinu á sínu fyrsta ári. Það geri ekki margir, nema aðeins þeir bestu eins og faðir hans segir frá á Facebook.

„Frábær A10 Championship helgi að baki hér í Pittsburgh, þó lokaleikur Davidson hafi verið erfiður móti feiknasterku liði Rhode Island,“ segir Guðmundur Bragason í stöðufærslu á Facebook.

„Einstaklega gaman að sjá hve mikið traust Jón Axel hefur hjá þjálfarateyminu, byrjunarliðsmaður strax í fyrsta leik og mikilvægur hlekkur í varnar og sóknarleik liðsins. Aðeins einn leikmaður í Davidson hefur spilað fleiri mínútur en Jón Axel á sínu fyrsta ári og hann heitir Stephen Curry.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira