Innlent

Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að löngu hafi verið tímabært að aflétta höftum á almenningi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að löngu hafi verið tímabært að aflétta höftum á almenningi. Vísir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að löngu hafi verið tímabært að aflétta höftum á almenningi. Hann er þó gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur.

„Í stað þess að klára planið eins og lagt var upp með og gera þetta að sigurdegi virðist stjórnvöld ætla að nota tækifærið til að leysa vogunarsjóðina út með gjöfum, alla á einu bretti,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebook-síðu sína.

Vísar hann þar í að Seðlabankinn hefur gert samkomulag um að Seðlabanki Íslands kaupi aflandskrónur á genginu 137,5 krónur á evru af aflandskrónueigendum. Sömu eigendum bauðst að taka þátt í útboði Seðlabankans á síðasta ári og borgar þar 190 krónur fyrir hverja evru. Segir hann að stjórnvöld séu þar með að verðlauna þá eigendur sem neituðu að taka þátt í úboðinu á sínum tíma.

„Sá sem hefði fengið 100 milljón evrur með því að taka þátt í útboðinu fær nú rúmlega 138 milljón evrur,“ skrifar Sigmundur Davíð.

Segir hann að plan vogunarsjóða hafi þar með gengið upp og endar hann færsluna á orðunum „Special price for you my friend“.


Tengdar fréttir

Kaupa 90 milljarða aflandskróna

Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×