Handbolti

PSG niðurlægði lærisveina Alfreðs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur gengið brösuglega hjá Kiel að undanförnu
Það hefur gengið brösuglega hjá Kiel að undanförnu Vísir/Getty

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska handknattleiksliðinu Kiel voru teknir í kennslustund af PSG í Meistaradeild Evrópu í dag en Paris Saint Germain slátraði Kiel 42-24 í París.

Staðan í hálfleik var 22-10 og var leikurinn í raun búinn eftir þrjátíu mínútur. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer og Frakkinn Nikola Karabatic skoruðu báðir sjö mörk fyrir PSG í leiknum og voru þeir markahæstir. Marko Vujin var atkvæðamestur hjá Kiel með fimm mörk.

PSG hafnar því í öðru sæti A-riðilsins með 24 stig, einu stigi á eftir Barcelona. Kiel endar í fimmta sætinu með 12 stig en liðið hefur engan veginn náð sér á strik í Meistaradeildinni í ár.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira