Handbolti

PSG niðurlægði lærisveina Alfreðs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur gengið brösuglega hjá Kiel að undanförnu
Það hefur gengið brösuglega hjá Kiel að undanförnu Vísir/Getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska handknattleiksliðinu Kiel voru teknir í kennslustund af PSG í Meistaradeild Evrópu í dag en Paris Saint Germain slátraði Kiel 42-24 í París.

Staðan í hálfleik var 22-10 og var leikurinn í raun búinn eftir þrjátíu mínútur. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer og Frakkinn Nikola Karabatic skoruðu báðir sjö mörk fyrir PSG í leiknum og voru þeir markahæstir. Marko Vujin var atkvæðamestur hjá Kiel með fimm mörk.

PSG hafnar því í öðru sæti A-riðilsins með 24 stig, einu stigi á eftir Barcelona. Kiel endar í fimmta sætinu með 12 stig en liðið hefur engan veginn náð sér á strik í Meistaradeildinni í ár.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×