Golf

Taugar Hadwin héldu undir lokin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hadwin fagnaði ógurlega á 18. holunni.
Hadwin fagnaði ógurlega á 18. holunni. vísir/getty

Kanadamaðurinn Adam Hadwin vann í gærkvöldi sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni er hann vann Valspar-mótið. Hann var þó næstum því búinn að klúðra málunum á lokaholunum.

Þessi 29 ára strákur, sem náði þeim einstaka árangri að spila hring á 59 höggum í janúar, var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn.

Hann sló aftur á móti í vatni á 16. holu og virtist vera að fara á taugum. Þá var allt jafnt.

Taugar Hadwin héldu og hann fékk par á lokaholunni á meðan hans helsti keppinautur, Patrick Cantlay, fékk skolla og varð að sætta sig við annað sætið.

Svíinn Henrik Stenson var efstur Evrópumanna á mótinu en Stenson var sex höggum á eftir Hadwin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira