Bíó og sjónvarp

Lokasería Game of Thrones aðeins sex þættir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Áttunda og síðasta þáttaröð sjónvarpsþáttanna gríðarvinsælu Game of Thrones mun aðeins innihalda sex þætti.

Þetta staðfestu yfirframleiðendur þáttanna á South by Southwest listahátíðinni í Bandaríkjunum fyrir skemmstu á sérstökum Game of Thrones viðburði þar sem leikkonurnar Maisie Williams og Sophie Turner, sem leika systurnar Aryu og Sönsu Stark, spurðu þá David Benioff og Dan Weiss, aðalframleiðendur þáttanna spjörunum úr.

Það þýðir að aðeins þrettán þættir eru eftir af þáttunum ofurvinsælu en næsta þáttaröð, sem frumsýnd verður 16. júlí næstkomandi, mun innihalda sjö þætti.

„Við erum komnir með 140 blaðsíðna yfirlit yfir þá sex þætti sem verða í síðustu þáttaröðinni,“ sagði Benioff.

Það er því ljóst að síðustu tveir þáttaraðirnar ættu að vera stútfullar af spennu enda þær báðar töluvert styttri en hinar þáttaraðirnar sem hingað til hafa verið tíu þættir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×