Íslenski boltinn

EM-draumurinn dáinn hjá Dóru Maríu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dóra María fer ekki aftur í bláa búninginn á næstunni.
Dóra María fer ekki aftur í bláa búninginn á næstunni. vísir/ernir

Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir verður ekki með Ísland á EM og mun einnig missa af öllu sumrinu með Val vegna meiðsla.

Dóra María staðfestir við mbl.is að hún hafi slitið fremra krossband í hægra hné á Algarve-mótinu. Hún varð fyrir meiðslunum í leiknum gegn Noregi.

Þessi frábæri leikmaður verður á hliðarlínunni næstu sex til átta mánuðina og missir því bæði af EM og Íslandsmótinu.

Mikið áfall fyrir Dóru sem og fyrir landsliðið og Valskonur.Fleiri fréttir

Sjá meira