Íslenski boltinn

EM-draumurinn dáinn hjá Dóru Maríu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dóra María fer ekki aftur í bláa búninginn á næstunni.
Dóra María fer ekki aftur í bláa búninginn á næstunni. vísir/ernir

Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir verður ekki með Ísland á EM og mun einnig missa af öllu sumrinu með Val vegna meiðsla.

Dóra María staðfestir við mbl.is að hún hafi slitið fremra krossband í hægra hné á Algarve-mótinu. Hún varð fyrir meiðslunum í leiknum gegn Noregi.

Þessi frábæri leikmaður verður á hliðarlínunni næstu sex til átta mánuðina og missir því bæði af EM og Íslandsmótinu.

Mikið áfall fyrir Dóru sem og fyrir landsliðið og Valskonur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira