Erlent

Sækist eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, mun sækjast eftir heimild til þess að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 

Þetta kom fram í yfirlýsingu Sturgeon en tillaga hennar verður lögð fyrir skoska þingið í næstu viku. Segir Sturgeon þjóðaratkvæðagreiðslan geti farið fram haustið 2018 eða vorið 2019.

Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014 en 55,3 prósent kjósenda höfnuðu því. Í yfirlýsingu Sturgeon kom fram að vegna breyttra aðstæðna í kjölfar væntanlegrar úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu teldi hún að Skotar myndu nú velja sjálfstæði frá Bretlandi.

Þá sagði hún að Skotar yrðu að hafa fá valkost milli þess að velja um að vera áfram hluti af Bretlandi án Evrópusambandsaðild eða vera sjálfstætt ríki. Mikill meirihluti Skota kaus með því að Bretland yrði áfram innan ESB í Brexit-kosningunum svokölluðu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×