Handbolti

Cervar tekur aftur við Króötum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cervar fer aftur í króatíska póló-bolinn.
Cervar fer aftur í króatíska póló-bolinn. vísir/getty

Lino Cervar hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu á nýjan leik og hann fékk sig lausan undan samningi við Makedóníu.

Cervar var með samning við Makedóna til ársins 2020 en þeir samþykktu að sleppa honum svo hann gæti tekið aftur við Króötum. Hann tekur við liðinu af Zeljko Babic sem hætti eftir HM í Frakklandi.

Það er ekki enn ljóst hvort Cervar muni halda áfram að þjálfa lið Metalurg samhliða starfinu hjá Króötum.

Hann verður því þjálfari liðsins er Króatar halda EM í byrjun næsta árs. Cervar þjálfaði Króata frá 2002 til 2010 og vann HM árið 2004 og nældi einnig í gull með landsliðinu á ÓL í Aþenu árið 2004.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira