Íslenski boltinn

Kom til landsins en hætti við að spila með Víkingi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milos Ozegovic, Geoffrey Castillion og Muhammed Mert voru allir kynntir á blaðamannafundi í dag.
Milos Ozegovic, Geoffrey Castillion og Muhammed Mert voru allir kynntir á blaðamannafundi í dag. Vísir/Anton

Víkingur hélt í dag blaðamannafund þar sem þrír erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar en þeir gengu allir í raðir félagsins í vetur.

Þetta eru sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion frá Hollandi, sem kemur frá Debrecen í Ungverjalandi, og miðjumennirnir Milos Ozegovic og Muhammed Mert.

Víkingar boðuðu fjölmiðla á blaðamannafundi með þeim skilaboðum að tilefnið væri einnig að kynna fjórða erlenda leikmanninn til sögunnar, annan hollenskan framherja. Sá var kominn til landsins en hætti við á elleftu stundu og mun því ekki spila með Víkingi í sumar.

Milos Milojevic, þjálfari Víkings, sagði við Vísi á fundinum að hann útilokaði ekki komu fleirri leikmanna til félagsins en að helst myndi hann kjósa að endanlegur leikmannahópur fyrir sumarið væri tilbúinn ekki síðar en 20. mars.Fleiri fréttir

Sjá meira


Mest lesið